Hann er með Telefunken lömpum í formagnaranum og það er búið að modda hann örlítið þannig að hann notar tvo KT88 outputlampa, þetta gerir hann kraftmeiri en áreiðanlegri en þeir voru í upphafi skilst mér.
Það er líka búið að skipta út tauáklæðinu á honum fyrir járngrindur, ac50 magnarar áttu það til að ofhitna og þessi breyting var gerð til að hjálpa til með loftræstingu á honum.
Allavega, áhugasamir geta sent mér einkaskilaboð hingað, ég efast um að ég svari tilboðum undir 100.000 kalli og græjuskipti eru því miður ekki inni í myndinni.
Bætt við 10. mars 2008 - 19:56
Ég sendi inn mynd af honum en stjórnendur hérna eiga eftir að samþykkja hana.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.