Ég byrjaði að læra á gítar í maí 2001 og ég geri mér grein fyrir því að ég hef ekki verið að spila mjög lengi. Samt sem áður hef ég náð hæfileikum langt umfram mjög marga sem hafa spilað jafn lengi og ég, samt svona almennt séð er ég svona allt í lagi. Ég hef ekki haft mikla reynslu í því að spila með öðrum enda heyrum við ekki í hvorum öðrum þegar við spilum. Með lögum af cd tekst mér alltaf að spila í takt við lagið.
Vandamálið sem slíkt er að mér finnst ég hæfur til að spila í hljómsveit en það finnst vinum mínum ekki. Einn vinur minn er búinn að vera að æfa á gítar jafn lengi og ég ég og er talsvert betri. Hann vill ekki stofna með mér hljómsveit. Svo er annar vinur minn sem vill syngja við tónlistina mína en nennir ekki að æfa!
Hvað í ósköpunum á ég að gera? Ég hef engan til að spila með og það er farið að fara svolítið í taugarnar á mér. Fyrir utan það að ég vil spila Grunge á meðan annar vill spila blús og hinn þungarokk! Ég er alveg út á þekju og mér þætti vænt um að fá einhver ráð.