Sælir

Ég er að spá í hvaða skinn ég gæti notað fyrir sem mest “slap” sánd í bassatrommunum, eða bara einhver góð ráð varðandi tjún á þeim.

Ég er sjálfur með 22x16 bassatrommur, og er að nota Evans Eq4 clear framan á og Eq3 reso með gati.

Þar sem ég sit við trommurnar hljóma þær ótrúlega vel. En ég hef tekið eftir því að þegar ég stend fyrir framan settið og einhver annar er að spila þá eru þær frekar dempaðar og máttlausar og algjörlega lausar við slap. Ég nota svona púða sem rétt nær á milli skinnana og er svona 10 cm þykkur.

Endilega mælið með einhverjum skinnum eða segið mér hvernig er best að tjúna skinnin, hvort ég egi að hafa hert framan á og laust aftaná (er með það þannig núna) eða einhvernvegin öðruvísi.