Ég er að vakna upp við þann vonda draum að sumir gítararnir mínir eru búnir að vera berskjaldaðir fyrir sígarettureyk í dágóðan tíma og eru farnir að láta á sjá. Svona slikja fer ekki af svo glatt og sérstaklega ekki á þeim eru með nítrósellulósa-lakki.
Hjálp hvað get ég gert og hvað efni er best að nota og ekki nota?? maður fer nú ekki að dæla yfir þetta leysigeisla;)
kv gunni
Bætt við 24. febrúar 2008 - 17:08
fann þessa grein um þetta sem lýsir þessu sem alvarlegu vandamáli en segir voða lítið hvað skal gera í þessu annað en að nota einhvern lofthreinsi sem heitir ozion, en hvað á maður að nota til að hreinsa gítarinn sjálfann??
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~