Kauptu minn, hann er í Tónastöðinni, ljósblár, made in usa, 80 þús, kostar nýr 125 þús.
Þetta eru alveg drullufínir gítarar, ég bara þarf að selja minn til að fjármagna kaup á nýjum gítarmagnara.
Ég er búinn að eiga tvo Fender Stratocastera, hef verið að spila á svoleiðis gítara frá 1989 og þeir eru málið í alla tónlist nema þá helst mjög harða metaltónlist en ef þú ert að spá í þannig tónlist þá væri málið að skipta út brúarpickuppnum fyrir eitthvað eins og Seymour Duncan Hot Rails pickupp, en fyrir alla aðra tónlist eru þetta frábær hljóðfæri.
Standard stratocasterinn er sambærilegt hljóðfæri við það sem þú heyrir í á plötum með tildæmis Jimi Hendrix, Dire Straits eða Deep Purple, það er hægt að ná alveg helling af mismunandi hljóðum úr þessu eina hljóðfæri, þetta eru professional hljóðfæri sem þola að það sé þjösnast á þeim kvöld eftir kvöld án þess að þau detti í sundur.
Síðan 1989 hef ég aldrei lent í neinu veseni með Stratocasterana mína, ekkert sambandsleysi eða undnir hálsar eða neitt, þetta eru alveg skotheld hljóðfæri.
Stratocasterinn sem ég er að selja hefur reyndar aldrei þurft að þola slæma meðferð, ég hef alltaf geymt hann í töskunni þegar ég hef ekki verið að spila á hann og það sér ekki á honum, hinn stratocasterinn minn lítur út eins og hann hafi verið bundinn aftan í bíl og dreginn hringveginn en hann virkar fínt samt sem áður.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.