Þeir gítarar sem ég man eftir sem hafa verið með þetta eru (allt Fender):
Stratocaster Plus
Jeff Beck Signature Stratocaster
sumir American Deluxe Stratocasterar
Það sem þetta hefur fram yfir hefðbundið “nut” (hvað er íslenska orðið?) er að það veitir strengnum minna viðnám þegar hann hreyfist þegar sveifin er notuð og gítarinn helst því betur stilltur. Einhverjir segja að þetta “nut” gefi líka öðruvísi hljóm, og það er eflaust rétt, en ég hef ekki gert neinn samanburð til að kanna hvaða áhrif þetta hefur á hljóminn.
Það eru til a.m.k. tvær gerðir af þessu “nut-i” og gítarinn á myndinni er með nýrri gerðina.
Ef þú vilt sjá gítar með LSR roller nut í action tékkaðu þá á Jeff Beck á youtube. Hann er frábær gítarleikari.