Hef til sölu tvo gripi frá Boss.
Fyrst er það Boss BR-8 upptökugræja, mjög töff græja sem fer á lítið, notar Zip100 diska (sem fylgja ekki með en er auðvelt að fá á Ebay og þær fást á slikk).
Græjan er með innbyggða effecta, trommuheila og dótarí, mjög töff og einföld græja sem er mjög þægileg svona til að kippa með sér ef maður vill taka eitthvað upp.
Allar upplýsingar sem þarf eru að finna hér (ásamt mynd):
http://www.bosscorp.co.jp/en/BR-8/
Það fylgir straumbreytir með Boss BR-8 tækinu.
Einnig er ég með Boss DD-6 Delay effect. Þessi effect er mjög töff, með Reverse delay og mörgum töff delayum.
Helst er að nefna að hann er með frá 1 milli sekúndu uppí 5,2 sekúndna delay og maður getur loopað allt að 5,2 sekúndur, reverse delay (spilar allt afturá bak sem þú spilar) frá 300-2500 millisekúndur, hann er með svokölluðum Warp delay sem virkar þannig að það er bara venjulegur delay sem þú getur svo haldið inni fótpedalnum á effectnum og látið hann svona “feedbacka”, þ.a. hann hækkar alltaf nótuna sem þú varst með. (Mæli með að fólk sem kannast ekki við þetta kíki bara á YouTube og sjái sjálft, það er erfitt að útskýra þetta). Hann er líka með Tap Tempo sem þýðir að hægt er að stilla delay tímann með því að stappa á effectinn.
Allavega, frábær effect sem hefur virkað vel fyrir mjög marga gítarleikara.
Þessi effect er að fá 8,1 í overall á HC:
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Effects/product/Boss/DD-6+Digital+Delay/10/1
Svo er mynd og meiri upplýsingar um effectinn hér:
http://www.bossus.com/gear/productdetails.php?ProductId=448
Það fylgir leiðbeiningar og kassi með DD-6 og hann lýtur út eins og nýr (nema það er franskur rennilás aftan á honum og nokkrar rispur).
Verð:
Boss BR-8: 5.000 kr
Boss DD-6: 12.000 kr (kostar 15.200 kr nýtt)
Það fylgir ekki straumbreytir með DD-6
Ástæða þess að ég er að selja BR-8 er því ég nota hana svo lítið og ástæðan fyrir að ég er að selja DD-6 er að ég er með Boss DD-5 og er með annann delay effect á leiðinni. :)
Allavega sendið mér skilaboð ef þið viljið kíkja á græjurnar. :)
Bætt við 18. febrúar 2008 - 22:40
Og já þetta er staðsett í Reykjavík.