ég hef svoldið tekið eftir þessu, maður fær betri þjónustu með árunum, þegar maður var að birja að spila (í kringum 14-15ára) þá var tónastöðinn eini staðurinn sem maður fékk þjónustu, kintist líka gítarkennaranum mínum þar ;). allavega svo eftir nokkur ár og nokkuð mikið af viðskiptum, þá fær maður loksinns góða þjónustu á flestum stöðum, þó er hún slökust í tónabúðinni, en það er kanski af því maður er nánast hættur að versla þar.
Ég veit ekki af hverju, en það er eins og þjónustan í Hljóðfærahúsinu hafi batnað til muna eftir að þeir fluttu. það er reyndar galli með þá að þar virðist starfsfólkið ekkjert endast og nánast alltaf ný andlit að afgreiða. þannig að það er ekki nema vona að það breitist með öðru fólki.