Hvar : Tónastöðin.
Mynd : http://www.piccolosmusic.com/images/Guitars/A&L/A&L%20stock/A&L%20Ami%20Ant%20Burst.jpg
Lýsing : (10/10)
Þessi gítar er byggður á parlor gítörunum sem voru vinsælir meðal blús og fingerstyle gítarleikara um aldamótin 1900. Búkurinn er smærri, hálsinn er 12 fret, toppurinn er gegnheill cedar viður og hann hefur compensated brú. Liturinn á honum heitir “Vintage burst” sem gefur honum alveg svakalega flott vibe. Góður gig bag fylgdi með honum.
Gæði : (10/10)
Ekkert hægt að setja út á hann. (Eldri eintök hafa verið soldil vandamálaeintök en í dag eru þeir víst bara 100% gæði)
Hljóð : (10/10)
Grannur búkurinn gefur frá sér minni bassa en annars. En hljóðið er fullkomið og “meira” en maður mundi búast við frá honum. Gegnheili toppurinn smoothar hljóðið soldið út og verður víst bara betri með aldrinum. Ég spila allt á honum, allt frá fingerstyle blús (Robert Johnson) og rokk (Babe I´m gonna leave you með Led Zeppelin) upp í steppenwolf (Wild thing) og hendrix (Hey joe). Held hann ráði við allt sem passar á hann (fer ekki upp fyrir tólfta fret).
Hljóðdæmi á netinu :
http://youtube.com/watch?v=OVqHxogmL6c (Ekki ég að spila)
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)