VARA: Keeley - Katana clean boost
VERÐ: 149 pund á robertkeeley.co.uk
MYND: http://images.miretail.com/products/full/keeley/633031588928273603_X.jpg


FÍDUSAR:9 Mjög einfaldur pedali. Hann er á stærð við MXR pedala. Einn fótfetil, LED ljós og push/pull volume takki á hlið pedalans. True bypass. Ég gef honum 9 vegna þess að volume takkinn er á hliðinni (smá pirrandi á þröngu effectabretti)


HLJÓMGÆÐI:10 Þessi gaur gerir sem sagt það sem nafnið gefur til kynna, hækkar eða boostar signalið sem keyrt er í gegnum hann. Mér til mikillar gleði litar hann original hljóminn akkúrat ekki neitt þegar ég boosta upp clean sándið. Sem sagt hækkar hljóminn minn án þess að breyta neinu.
Svo er það hinn fídusinn sem fæst með að toga volume takkann út. Þessi pedali fær 10 hjá mér í þessum flokki einmitt út af þessum eiginleika.
Með takkann úti keyrir pedalinn lampana á það stig að hljómurinn byrjar að brotna þetta líka æðislega flott. Ég gersamlega fæ ekki nóg af þessu sándi!!!
Þetta er rosa lega touch sensetive fídus. Þegar ég spila laust er breakuppið í lágmarki en þegar ég tek hressilega í kvikindið byrjar magnarinn að URRA mjög skemmtilega og sérstaklega ef maður er með góða humbukkera. Þannig getur maður fengið allveg klassa OD hljóm.
Ég notaðist áður alltaf við Boss SD1, með gainið í lágmarki til að fá smá urr í clean sándið mitt en sá gaur er núna kominn niður í kassa og dauðskammast sín.
Nú situr keeley-inn fremst í keðjunni minni og fær varla frið, sem sagt alltaf í gangi, sama hvað ég er að spila, svo líflegt er sándið.


ÁRÆÐANLEIKI ekkert vesen enn sem komið er. virðist byggður til að þola mikið traðk.


Á HEILDINA LITIÐ:10 Þó að volume takkinn sé á hliðinni bætir sándið og true bypassið það upp og fær í kjölfarið 10 í einkun hjá mér.


later
GW
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~