PEAVEY ROTOR EXP
Kostnaður: 54 þús
Búð: Tónabúðin
Framleiðsluland: Kórea
Fítusar: Peavey Rotor EXP er frekar spes í útliti. Hann er byggður eins og explorer en það er búið að kötta aðeins í bodyið þannig að hann lítur mjög spes út. Hann er neck-through og string-through, allur úr mahogany en fingurborðið er úr rósarviði. Tveir mjög heitir humbuckers, þriggja átta skipti-rofi, tveir volume takkar og einn tone. Hann er svartur með perlu-og hvítri bindingu og stilliskrúfurnar eru Grover.
Hljóð: Peaveyinn er með rosalega þétt sánd. Pickupparnir minna soldið á EMG 81 eða 85 en samt einhvernveginn mýkri. Þegar ég stilli á hálspickuppinn þá kemur mjúkt blúsarasánd en í brúnni er meira crunchy sánd. Hentar mjög vel í metal eða í ljúfsárt rokk. Hann er mjög hreinn í sólóum en getur gefið frá sér mjög óhreinnt sánd ef maður vill í dýpri tónum.
Umgjörð: Peaveyinn er með frekar þykkann og breiðann háls í skalanum 24,75. Hann er 24ra banda og það er rosalega gott að komast að hæstu tónunum (miðað við explorer). Hann verður frekar breiður neðst hjá hálsinum en það venst rosalega vel. Actionið var þægilegt þegar ég keypti hann en mér sýnist að það gæti verið vesen að hækka eða lækka brúnna, þar sem brúin er lækkuð inn í bodyíð. Hann heldur stillingu ágætlega, en mætti vera betra.
Yfirlit: Mjög góður gítar og fáranlega ódýr. Kom mér rosalega á óvart. Hafði prófað marga gítara á þessu verði, og þessi hefur svo miklu fleirri kosti en allir hinir. Er mikli betri en Ltd eða Ibanez á svipuðu verði (hef átt bæði). Hann er reyndar ógeðslega þungur (eða ég algjör aumingi….) og sígur vel í á löngum æfingum. Hálsinn alveg eins og ég myndi vilja hafa hann, þykkur og frekar breiður. Sem sagt, frábær gítar fyrir alla þá sem bæði fýla flippað útlit og góðan spilunareiginleika
Myndir: http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=5595786#item5599429
http://namm.harmony-central.com/WNAMM04/Content/Peavey/PR/Rotor-EXP-lg.jpg
Verði ykkur að góðu
Bætt við 5. febrúar 2008 - 19:55
Myndi gefa honum 8,75