Hvar : Hljóðfærahúsið
Lýsing:
Lítill og nettur magnari sem er einkum ætlaður fyrir fólk sem ætlar að æfa sig í heimahúsum en vilja fá lampamagnara. Þessi er 5w, einfaldur (Það er bara volume control á honum og tvö plögg fyrir gítar) og mjög flottur ef maður fílar svona retro tweed útlit. Það eru tvær rásir á honum, low gain og high, sem eru einmitt fyrir fólk sem vill annarsvegar tiltölulega hreynann hljónm og svo fólk sem vill fá tube overdrive hljóðið.
Hljómur:
Hann hljómar eins og við er að búast þegar maður fær hann fyrst í hendurnar. Hljómar allt í lagi en soldið “jangly” ef maður getur skilið það. En stærð hans og einfaldleiki orsakar að það er gaman að breyta honum og bæta. Fyrsta sem flestir gera þegar þeir fá hann í hendurnar er að skipta um lampana (Ég fór fyrst í Electro harmonix sem drap hljóðið algerlega. En eftir að JJ lampar fóru í hann þá umbreyttist hann gjörsamlega. Þétt og skemmtilegt overdrive hljóð í honum núna) og seinna meir skipta flestir um hátalarann í honum líka þar sem þetta er einhver no name kínversk framleiðsla. Þá er mælt með Weber hátölurum.
Styrkleiki:
Hann er mjög vel byggður, sterkur kassi utan um hann og allt mjög vel fest inn í honum. Býst ekki við neinum vandamálum í framtíðini.
mynd : http://www.eddiesguitars.com/IMG_3574.JPG
Lokaorð:
Þessi magnari stendur fyrir sínu, Hann er ekki það hávær að nágrannarnir fari að kvarta þó svo maður botni hann, hljóðið er fínt (eftir að maður skiptir um lampa) og hann lítur bara groovy út. Sma vinna að koma honum í topp stand, en það er bara hluti af stuðinu.
Einkun : (Fyrir lampaskipti) 7/10, (eftir skipti) 9/10.
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)