Mér langaði að láta þá sem hafa áhuga á gítarsmíðum vita Gunnar Örn gítarsmiður að fara að halda námskeið í gítarsmíðum í Iðnskólanum í Reykjavík. Námskeiðið byrjar á fimmtudaginn og ef mér skillst rétt verður þetta námskeið í 5 tíma á hverjum fimmtudegi þangað til 8. Maí (90 stundir).
Ég er aðeins byrjaður að pæla í gítarsmíðum og myndi pottþétt fara ef ég ætti meiri pening, en þar sem ég era ð fara út sem skiptinema verð ég að sleppa svona hlutum sem mér finnst virkilega svekkjandi. Sérstaklega þar sem hann er lærður gítarsmiður og hefur smíðað og lagað ótal gítara. Þar á meðal hef ég farið með gítar til að láta víra hann hjá honum og hann lagaði frettin á öðrum, svo hef ég prófað 2 gítara sem hann hefur smíðað og þeir eru algör meistaraverk.
Þið sem erum búin að skrá ykkur í þetta, ætlið þið að gera Stratocaster eða Telecaster??
og eruð þið búin að hugsa hvernig þið ætlið að hafa hann? =)
Ég sá þetta auglýst fyrir slysni í fréttablaðinu og fann svo link um þetta á http://www.ir.is/namskeid.html og byggi heimildirnar hér að ofan út frá því
Síðan hans Gunnars: http://www.luthier.is/