Já, ég keypti mér Loop Station um daginn. Svaka skemmtileg græja en þar sem hljómsveitirnar sem ég er í bjóða ekki upp á neitt rosa loop dæmi þá ákvað ég að selja hann því mig langar meira í aðrar græjur, og einhvern veginn verð ég að fjármagna þær.

Ég keypti þennan fyrir 3 mánuðum, hann hefur verið notaður á tveimur hljómsveitaræfingum og einum tónleikum. Hann er basically alveg nýr. Hann kostar 19.000 kr. í Rín og ég er að spá í að láta hann fara á 15.000.

Hér eru allar upplýsingar um gaurinn:

http://www.bossus.com/gear/productdetails.php?ProductId=819


Síðan er það bassinn minn. Um daginn keypti ég mér 1966 módelið af Fender P-Bass og finnst ég því ekki hafa neina þörf fyrir hinn bassann minn.
Hann er tveggja ára gamall og í frábæru ástandi. Ég hef notað hann á tónleikum með I Adapt, Gavin Portland og My Summer As A Salvation Soldier. Þessi bassi var líka notaður við upptökur á Views Of Distand Towns með Gavin Portland. Ég keypti hann fyrir tæpum 2 árum, þá glænýjan í Hljóðfærahúsinu á 120.000 kr með hardcase.

Ég er að spá í að láta hann fara á 85.000 með hardcase.

PS: Ég er ekki að selja þetta dót því það er lélegt, mig vantar bara pening fyrir alvöru bassaboxi.

SENDIÐ MÉR E-MAIL Á THEPORTLANDER AT GMAIL.COM.
ÉG MUN EKKI SVARA SKILABOÐUM Á HUGA!!!