en fannst þetta eiga heima hér.
vara: Z.vex Box of Rock (vexter týpan)
verð: 16.000 (notað hér á huga)
auðveld noktun:10 Það er eiginlega ekkert sem getur klikkað við noktun þessa pedala. Það eru fjórir stjórntakkar á þessum gaur; Boost-volume-tone-drive. Ég var svona 2og1/2 sekúndu að fatta þennann pedala þegar ég fékk hann í hendurnar, eða nei, ekki einu sinni það, var búinn að skoða hann á netinu og vissi eiginlega allt um hann nema hvernig hann sándaði face to face. Ég gef honum 10 í noktun vegna þess að hundurinn minn er að spila í gegnum hann núna (og hann er ekki einu sinni búinn að fatta að hann megi ekki kúka undir stofuborð)
hljómgæði: 10 Þetta er einmitt flokkurinn sem hvatti mig til að skrifa þessa gagnrýni. Pósturinn bankaði upp á hjá mér áðan og rétti mér lítinn pakka, eitthvað tortrygginn út í hundinn minn (hehe þessir póstmenn). Upp úr pakkanum tók ég Box of Rock frá Z.vex og innan augnabliks var ég kominn niður í kjallara að tengja kvikindið. Ég setti hann á milli Fender Twin ´57 reissue og hins handsmíðaða SG eftir Gunnar Örn með “the mule” picköppum frá Bare knuckle. Einnig setti ég EHX “holier grail” þarna á milli með smá sprig reverb. Fenderinn fékk dágóðann tíma til að hita sig upp á meðan ég stillti gítarinn, svo ýtti ég á stanby, traðkaði á BOR og sló djúpann power chord og viti menn, hundurinn minn mun ekki bögga fleiri póstmenn eftir þetta:). ÞVÍLÍKT SÁND!! ég er sammála mörgum á harmonycentral að þetta sé besta overdrive sánd sem ég hef heyrt. Hann er eitthvað svo rosalega skýr, feitur, jafn og djúsí. Ég er doldið hissa á gaurnum sem seldi mér hann fyrir að vilja láta hann frá sér en hann er væntanlega bara að spila þannig músík að þessi passar ekki inn í hans stíl (heppinn ég;). Ég hef reyndar ekki reynsluna en þeir segja það margir að þessi pedali hljómi eins og gamall plexi marshall keyrður á fullu og veistu hvað?… ég bara trúi því vel meðað við HLJÓÐVEGGINN sem sullast út úr Twinninum mínum!! BOR hljómar líka æðislega með drive-ið sett á lægri stillingu, feitt og gott blússánd (mér dettur í hug Neil Young). Tone takkinn er líka mjög næmur og með breitt svið og auðvelt að negla sinn tón.
Og já, hann er líka með boost fótfetil (er það orð?) sem einfaldlega hækkar sándið sem rokkar feitt fyrir sóló og þannig.
Ég prufaði líka að tengja Tele-inn minn, Jazzmasterinn minn (báðir með seymour d) og svo líka 1966 epiphone casino. Fullnæging í hvert skipti.
Ekki versnaði málið þegar ég setti Z.vex fuzz factory fyrir framan hann. Þá, í orðsins fyllstu merkingu var ég kominn með WALL OF SOUND!. Með fjölbreytileika fuzz factory og overdrive-gæði Box of rock er ég meira en vel settur í “rifnu” hljóðdeildinni:)
mæli sterklega með þessum!
Hann fær sko bókað 10 í einkun á grundvelli overdrive pedala og 11 með fuzz factory.
ÁFRAM ZVEX!:)
áræðanleiki: hlutlaus svo ég noti nú gömlu klisjuna “build like a tank”, er hann gott betur en það. Þó hann sé ekki custom handmálaður er þetta nákvæmlega sama græja að innan og þessi málaði. Ég myndi gefa honum10 því ég hef tröllatrú á Z.vex.en ég er bara búinn að eiga hann í svona 4 tíma þannig að það verður bara að koma í ljós.
þjónusta: hlutlaus Alldrei þurft að díla við Z.vex en hef heyrt góða hluti.
heildareinkun: 10 Fíla sándið í tætlur. Sándið er stórt og mikið og hellings volume eftir , eftir maður sprengir hverfið.
ROSALEGA HLJÓÐLÁTUR í bypass og líka þegar kveikt er á honum þegar maður stoppar að spila. Þetta er TRUE BYPASS pedali sem sýgur ekki tóninn úr clean sándinu eins og svo margir Boss pedalar t.d.
Sem sagt allger draumur:)
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~