Búð : Hljóðfærahúsið
Fítusar :
Telecasterar hafa ekki breyst frá því kringum 1950 svo ég ætla nú ekki að lýsa hvernig boddýið er eða neitt svoleiðis. Hálsinn er með fingraborð úr hlyn (maple), er með 22 fret, 2 pickuppa (Alneco 3) og málningin er satin (þunn málning, skemmist auðveldlega, svo hann “relicast” hraðar) sunburst.
Hljóð :
Alneco 3 gefur er með meira output heldur en venjulegir mim tele pickupar, hljóðið er tærara og ræður betur við smávegis overdrive. Skemmtilegt twang við brúnna og mjög svo nothæft og hlýtt hljóð við hálsinn. Eftir að ég var búinn að spila í nokkra mánuði á hann þá skipti ég brúarpickupinum út fyrir seimour duncan hotrails pickupa fyrir tele svo hann réði meira við þyngra rokk.
Ending :
Telecasterar eru lang oftast mjög mjög endingargóðir. Ekki mikið í þeim sem getur bilað. Allt virtist vera vel vírað í honum, allt bara gott. Fyrir utan málninguna þá ætti hann að endast mér í mjög mörg ár.
Semsagt :
Mjög góður gítar. Virkilega mikið í honum miðað við kostnað. Búinn til í ameríku og á að vera með allt það sama og american series (Háls og boddý, brú og tunera) en málningin og pickuparnir eru aðeins ódýrari. En ef maður vill þá er ekkert mál að skipta þeim út. Háls prófíllinn er víst “C”.
Vonandi gagnast þetta ykkur eitthvað :)
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)