Þú augljóslega veist þetta ekki félagi.
Virðisaukaskattur (24,5%) er tekin af hljóðfærum og það hefur ekki verið tollur tekinn af hljóðfærum í fleiri fleiri ár.
Ef þú trúir því ekki þá eru þetta upplýsingar sem ég fékk frá starfsmanni upplýsingadeildar Tollstjórans.
Þannig þessar 4000 kr sem þú borgaðir voru virðisaukaskattur. :)
Ég þekki þetta mál mjög vel þar sem ég hef mikið verið að flytja inn hljóðfæri og fylgst með þeim lögum sem á við um hljóðfærakaup erlendis.
Það sem þú ert augljóslega að klikka á er að þegar þú kemur heim þá máttu vera með vörur fyrir 46.000 kr án þess að greiða fyrir það auka skatt eða toll. Hver vara má vera mest 23.000 kr, ef vara kostar meira en 23 þús þá þarftu að borga tolla og gjöld af því sem hefur verið í þínu tilviki 4.000 kr. :)
Trúðu mér, það er engir tollar (og hafa ekki verið lengi) af hljóðfærum, en það ER 24,5% vsk. af þeim.
Kynntu þér hlutina betur áður en þú segir eitthvað!
Bætt við 29. janúar 2008 - 16:28
og BTW það var í mars í fyrra sem vsk. var breytt á nokkrum vörum hér á landi (matvörur, cd etc.) en ekki af hljóðfærum.