Ef þú vilt ódýrann góðan tremolo færðu þér Danelectro Tuna Melt. Brilliant pedall í alla staði sem kom mér virkilega á óvart hvað gæði varðar (miðað við það að hann kostar ekki nema rétt tæpa 30$).
Ég myndi halda mig frá Boss TR2 sökum þess hversu mikið tap á hljóðstyrk er á honum, nema þú láttir náttúrulega “modda” hann og getur þá snúið þér að Robert Keeley til að bæta það og gera hann að enn betri tremolo en hann er nú þegar.
Annar valkostur er VoodooLabs Tremoloinn. En það er að mínu mati einn sá besti hvað verð, gæði og sveigjanleika varðar. Getur fengið virkilega gott lampa tremolo thrust úr honum og alveg yfir í chopping tremolo með góðum hraða.
En síðan ef þú vilt fara í ennþá hærri gæðaflokka þá gætiru einnig tjekkað á eftirfarandi:
*Demeter Tremulator
*Empress Tremolo
*Fulltone Supa-Trem
*Red Witch Pentavocal Tremolo
*ZVex Tremorama
*Lightfoot Labs Goatkeeper
Ef þig vantar einhverjar nánari upplýsingar er þér frjálst að senda á mig pm með allar spurningar.