vildi bara þakka þeim ágætu hugurum sem bentu mér á Bare knuckles pikkuppana!

Ég skellti mér á “the mule” pikkuppana… og SG-inn eftir Gunnar Örn Gítarsmið gersamlega fæddist upp á nýtt:)

sándið er orðið risastórt, frábær botn, ljúfir toppar og rosalega “balanced” hljómur út í gegn.

takk takk:)

kv gunni

Bætt við 25. janúar 2008 - 01:49
JESÚS, PÉTUR, MARÍA OG JÓSEF!!!!!!!!!!!!
Ég er svo aldeilis!
þegar ég var búinn að skella pikkuppunum í, setti ég strengina sem fylgdu með þeim frá bare knuckle og gítarinn lifnaði við eins og ég var búinn að nefna hér fyrir ofan.
EN BÍÐIÐ VIÐ!
ég skipti aftur um strengi og setti mína venjulegu daddario strengi aftur í og þá komst ég að því að strengirnir frá bare knuckles eru MJÖG “DULL”! (samt fannst mér breytingin frekar dramatísk)

núna hljómar gítarinn ÓTRÚLEGA!!!! það lá við að ég færi að grenja eins og lítil skólastelpa, af gleði yfir því að hafa fengið dýrasta og flottasta barbíhús sem hún hafði dreymt um, í jóla gjöf, þegar ég heyrði muninn!!:D

Nei án djóks, þetta er lang besta humbucker sánd sem ég hef nokkru sinni heyrt, punktur!

Þetta eru pikkuppar sem þið verði að tékka á!

tissjú, einhver?
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~