Virkar þessi græja við allar gerðir af effektum ? Í hvaða búð fær maður þetta og hvað kostar þetta? og hafið þið eihverja reynslu af þessu ef svo er er einhvað varið í þetta ??
Ég á svona. Þú getur tengt 7 9v effecta og 3 18v effecta við þetta. Kostar 10 - 12 þ. úti í búð(ódyrara en að kaupa 5 boss straumbreyta). Ættir að geta fengið þetta í tonastöðinni, rín & hljóðfærahúsinu, þetta er samt ekki alltaf til. Mér finnst þetta voða sniðug græja, fer lítið fyrir henni, þannig þú þarft ekki að vera að kaupa ný batterí eða að vera með fullt af millistykkjum.
Ég á svona, standard er þetta bara plain 9v fyrir boss og þessir algengu pedala. Sá sem ég á tekur 5 pedala inná sig og það dugar mér, fékk þetta notað af huga á slikk. Þetta sparar þónokkuð kostnað við rafhlöður og er fljótt að borga sig upp ef maður notast mikið við effecta.
Sumir effectar nota of mikin straum eins og t.d Holygrail. Aðrir nota t.d riðstarum eins og Whammy. 90% nota hefðbundin 9 wolt og virkar hann flott á þá.
Ef þú þekkir einhvern í Danmörku þá fæst Big John þar á ca 7-9 þús ……… Eina sem hægt er að kaupa þar :-)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..