Gítar gefur frá sér svo margar mismunandi tegundir af hljóðum að það er ómögulegt að ná þeim með einum mic staðsettum í einni míkrafónstöðu. Maður vill líka ná “loftinu” í herberginu og endurvarpinu( þó aðeins í stýrðu umhverfi). Sama gildir með piccoloflautuna. Ég skal henda upp tóndæmum með gítar þegar ég er búinn að sofa e-ð, tekinn upp með mic við 12ta band, með mic við 18. band, með mic við hljóðop, og með mic við stólinn á gítarnum. Þú munt heyra mun á öllum upptökum.