Nei, ég er ekki búinn að fara með Gítarinn upp í Tónastöðina, þeir ætla að selja hann fyrir mig en vildu fá hann eftir helgi því þeir eru með vörutalningu núna eftir jólavertíðina.
Ég er tilbúinn að selja minn fyrir 70 þúsund núna en mun hækka hann í 80 þegar hann er kominn í Tónastöðina til að dekka umboðslaunin.
Ég hef aldrei prófað Parker fly gítar í magnara en þeir eru alveg fáránlega léttir í minningunni, ef ég væri að spá í gítarkaup þá myndi ég tvímælalaust fá að prófa þennann sem er til sölu hérna á huga, hann er bæði með piezo pickupp í brúnni og svo venjulega pickuppa líka og það er hægt að blanda þessu tvennu saman, það gæti verið mjög skemmtilegt sánd í honum.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.