Ok. DC Brick er nefnilega þannig hannaður að hann er í rauninni bara út úr sterað daisy chain. Þetta eru ekki einangruð output eins og má finna til dæmis á voodoo lab pedal power II sem að mínu mati er töluvert betri kostur en kostar þar af leiðandi meira. En þá ertu með einangraða útganga þannig að þú ert ekki með þá alla í series heldur eru þeir parellel úr sourcinum sjálfum.
já ok ég vissi það ekki:) voodooinn hljómar þá miklu betri kostur. takk fyrir þetta vinur, ætla að tékka þá á tónastöðinni á morgun , ég veit að þeireiga eitt stykki.
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~
Annar sem er svipaður og Voddolabbinn er Big John og Big jac sem er danskir. Eru að vísu ekki með 18 w en 5-9 9w útgöngum og einhverjum 12w eftir týpum.
Á 4 svoleiðis og nei vil ekki selja en vel sáttur við þá :-)
Ég er að nota eldri týpuna af Voodoolab pedal power og hefur reynst alveg príðilega. Ég hef heyrt að fólk hafi verið að lenda í veseni með DC brick'inn þegar fólk er með orkufreka pedala en Pedal Power'inn höndlar það mun betur. Það kemur hins vegar á móti að Pedal Power II er mun dýrari en DC brick, en ég segi að það sé vel þess virði til lengri tíma litið.
hehe, takk fyrir það, þín er ekki sem verst heldur =D Annars á mín bara eftir að batna fljótlega, er að bíða eftir því að fá G&L ASAT í hendurnar, sérpanntaðan eftir mínum óskum, verst bara hvað það er langur biðlisti hjá verksmiðjunni þeirra í USA, búið að líða ár síðan ég panntaði hann.
Það á eftir að koma í ljós. Fullt verð á plain útgáfu hjá tónastöðinn er eitthvað um 110.000 (sem er ódýrara en að pannta að utan, þetta er svona 1200$+ úti). Ofan á þetta bætist Cherryburst paintjob, tvöfaldar bindingar, læstir tunerar og fl. þannig að þetta endar í 130.000+? og svo fær maður fínan díl á þessu þannig að það á eftir að koma í ljós hver skaðinn verður.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..