Ég held að nýjir Voxmagnarar séu ekkert sérstakir, þeir eru framleiddir af Korg í kína, þetta eru alls ekki sömu gæðagræjurnar og þeir voru á árum áður, vinur minn er með 40 ára gamlann ac50 haus sem virkar ennþá og ég get ekki ímyndað mér að nýr svona magnari myndi endast þetta lengi.
Marshallmagnarar eru líka allskonar, frá drasl transistormögnurum sem kosta klink yfir í alveg sóðalega fína handwired lampamagnara, ef það kostar undir, tjah, 80 þúsundum er það sennilega ekkert spes en 100w lampastæða er út í hött nema þú sért að spila útitónleika á Klambratúni einusinni í viku, stóru Marshall hlunkarnir byrja ekki að hljóma vel fyrr en þeir eru komnir uppí styrkleika sem dugar til að fylla Reiðhöllina af hávaða.
Ég þekki Orange magnara ekki en miðað við það sem ég hef lesið um þá þá er ég að hugsa um að fá mér Orange Tiny Terror og 212 box, það ætti að henta mér mjög vel bæði í stúdíó og eins fyrir tónleikaspilun, þetta er 14 watta kvikindi en ætti að vera feikinóg fyrir flesta, ef maður er að spila á tónleikum þá er alltaf hægt að mæka upp magnara eða að tengja line out beint í mixer.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Vox eru ný búnir að gefa frá sér handvíraða Vox AC15 og eru að fara að koma með AC30..
Þeir sounda alveg fáranlega vel, betur en gömlu (já ég hef spilað á 60s og 70s Voxa og þessir nýju handvíruðu eru alls ekkert mikið slakari, en þegar ég segi gömlu þá meina ég aðalega Top Boost týpurnar).
Á sjálfur Vox AC15TB sem ég fíla í tætlur. :)
En annars þá efast ég um að mikið af þessum mögnurum sem eru framleiddir í dag sem eru ekki handvíraðir endist mikið meira en svona 20-30 ár max. En það mun tíminn bara leiða í ljós. :)
Annars þá átti ég kínverskann Vox AC30 og hann soundaði ekkert nálægt því eins vel og eldri Vox AC30 (fyrir utan Solidstate AC30 sem kom út einhvern tímann 1970-1980) en hann soundaði samt ekkert illa svo sem.
Margir af helstu vox mönnum sem ég þekki (bæði erlendir og íslenskir) vilja meina að Vox AC30CC (þessir kínversku) séu betri en Korg bresku (Top boost) en að AC15CC (kínversku) séu verri en AC15TB (top boost).
Held ég sé búinn að raula nóg um Vox eins og er.
Er annars sammála þér að mestu leiti þarna, Orange tiny terror soundar nokkuð vel bara, er samt spenntari fyrir nokkrum af 18w Marshall mögnurum heldur en tiny terror, en þeir kosta líka margfalt meira. :)
Bætt við 9. janúar 2008 - 19:53
Gleymdi að taka framm að nýju handvíruðu voxarnir eru að kosta svipað og Top Boost kostuðu í Rín á sínum tíma, svona frá 130 þús fyrir 15w en Tónabúðin er ekki komin með verð á 30w gripinn enda ekki kominn í hús, en svona myndi giska gróflega að hann yrði yfir 200 þús.
0
Ég var einmitt að velta fyrir mér að kaupa ac15 í Tónabúðinni en svo sé ég þá vera að fá frekar slæma útreið á Harmony Central (öryggi alltaf að gefa sig osfrv)
En það var verið að bjóða mér 1963 módel af ac50 haus fyrir, tjah, nánast ekki neitt þannig að ég hugsa að ég fái mér þannig frekar.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
0
Jább, er það bara haus eða var þér boðið box með ?
Annars eru AC50 hausar alger snild.. Mætti ég samt forvitnast og spyrja hver það er sem á þennann AC50 ? Þekki nefnilega 2 sem eiga AC50 frá svipuðum tíma. :)
0
Þetta er bara hausinn.
Veit ekki hver átti þetta grey áður en vinur minn er búinn að vera að endurbyggja hann eftir sínu höfði, setja kt88 powerlampa í hann og eitthvað svoleiðis
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
0