Heyrðu ég smíðaði þennan Vibroverb sjálfur. Hann er algjörlega suðlaus þangað til volume er komið í milli 8 og 9. Reverbið suðar samt aðeins eins og reverb gera alltaf. En annars er hann algjörlega suðlaus og hljómar mun betur en Custom Shop Vibroluxin sem ég prufaði í Hljóðfærahúsinu um daginn. Ég get sett inn mynd af magnaranum og inní hann.
Það er líka allt fyrsta flokks í honum. Er með Mercury Magnetics Tone Clone spenna, OrangeDrop 6PS í tonestökkunum, Switchcraft jackar, CTS pottar, Accutronics Reverb, Weber California hátalari og fleira.