Ok kannski ég egi að skrifa grein um þetta einhverntíman, svarað þessu nokkuð oft.
Þú ert að fást við 2 vandamál.
1 Bergmál. (Rewerb) Fínt ef þú ert með einn klassískan gítar en ömurlegt fyrir band eða trommur. Tl að ná níðu óm tíma ( Ekki ohm sem er mótastaða rafmagns heldur óm) það er minka bergmál þafrtu efni sem dregur í sig hljóð.
Án þess að vera flókinn eða fara í einhverjar stufiur þá má segja að þau efni sem draga vel í sig vatn dragi vel í sig hljóð. þannig að t.d teppi, dýnur, eggjabakkar og allt slíkt virkar vel. Einig er hægt að segja að hljóð endurkastist með sama úthorni og innhorni, það er að segja eins og golfkúla. þannig að sniðugt getur verið að gera hljóðgildrur ofl fleirra slíkt. Allt sem brytur upp sletta fleti er því kostur. Eggjabakkar og epplabakkarnir gömlu virka því vel, draga í sig vatn og eru með ójöfnu yfirborði. Einnig er hægt að kaupa svamp sem er með eggjabakka áferð eða annarri slíkri. hann er mun betri en fjandi dýr, minnir að hann kosti frá 6 til 12 þús m2. Fæst meðal annars í Þ Þorgrímssyni. Annars kostur eru pressaðar gler eða steinullarplötur. Eru notaðar í kerfisloft, oftast hvítar og 60-60cm Finnast notaðar víða þar sem verið er að gera upp skrifstofuhúsnæði. Hef notað þær með góðum árangri í bílskurum :-) Kosta nýjar nærri 1000 kr m2.
Þessi aðgerð við að ná niður bergmáli lækkar hávaðan verulega í ryminu og breytir hljómburði verulega. Einnig virkar þetta sem hljóðeinangrun ámilli rýma að vissu marki.
2 Hljóðeinangrun. Her er komið annað mál sem er í raun séstætt. það er að ná að losna við hljómburð milli herbergja. Vandin þarna er sá að hljóð berst eftir efni, sérstaklega ervitt að eiga við bassabylgjuna, t.d bassatrommu og þessháttar. Helsta aðferðin til að gera slíkt er að hafa veggefni með mikinn eðlismassa, síðan fjöður og svo aftur eðlismassa og gæta þess vel að slíta í sundur allar tengingar milli veggjanna. Gott dæmi væri t.d harðgifsplata eða virocplata(Dyr kostar ca 12 þus platan) 2 lög, steinull, 4 " og svo aftur 2 lög af plötum. Uppistöðurnar fyrir innri og ytri plöturnar mega ekki snertast, eða gera einhverja depum þar á milli. Minnir að einhver á hljóðvinnsla hafa notað teppi milli uppistöðanna og platanna, en einnig er hægt að kaupa sé efni í það eða nota t.d Acoustic Gyropracprofil blikkgrind sem slítur lögin í burtu. Gæta vel að öllum hljóðlegum, t.d með rafmagnsdósum ofl þessháttar. Ef múraður innveggur er undir, saga ca 5 mm rás í hann undir fjöðrinni til að slíta þetta í sundur. Hljóðleiðni getur orðið vésin. bara skrúfur ofl leiða hljóð!
Ef menn eru hinnsvegar að tala um að einangra segjum steyft herbergi. Þá er þetta ekki svona flókið. Gerum herbergi inn í herberginu, það er uppistöður sem alls ekki mega festast í steinin. Láta þær vera lausar. Síðan einangrum við með t.d steinull, Klæðum síðan á uppistöðurnar með t.d gipsi (ódyrast) og setjum einhvað hljóðísog utan á það, t.d kerfisloftaplötur. Eða klæðum jafnvel bara með filtefni eða drappi ef eiangrunin hljóðeinangrunin er talin nægjanleg og náum ómtímanum niður um leið.
Annað einfallt og gott trix er að ná bassamagnara og Trommum upp af gólfinu, byggja undir það pall. þannig að þú sér með plötu eða hellur…. Fjöður t.d steinull og svo gólfið. bassabylgjan er vis með að ferðast eftir steingólfi!
Hum hér er allavega einhvað start, reyna að vandasig og losna við áraraðir af böggi :-)
Spyrðu svo bara ef þig vantar frekari upplisingar
E.Ha