Jæja enn og aftur er ég ekki að lenda á rétta bassanum :/
Svo hérna er ég með eitt stykki CIJ Fender Jazz Bassa í sunburst lit.
Ég er ekki viss á því hvenær hann er gerður enn ég myndi giska á 2004/5.
Þetta er einhvað 73RI bassi enn það er búið að skipta um pickuppa(var sett active pre-amp og nýja pickuppa) og einnig skipt um brú.
Lakkið á bassanum er frekar þunnt og hann er með frekar mikið af rispum (allt frá litlu í stórt.. enn ekkert sem “eyðileggur” útlitið nema að þú viljir glænýtt dót) enda mikið notaður.
Pickupparnir eru góðir og “heitir” og bassinn í flottu ástandi, ég er annar eigandi bassans (comics átti hann á undan mér) og er hann í kring um 80-90 þúsund króna virði enn ég myndi selja hann á einhvað í kring um 60 þúsund krónur.
Ég er ekki með myndir af honum núna því að ég týndi snúrunni í myndavélina mína enn ég skal reyna að redda myndum fljótlega.
Ástæða sölu er að ég fýla ekki active hljóm úr bössum, er meira fyrir passive.
Ég vill skipta bassanum á eftirfarandi.
*Fender Jazz eða Precision bassa (passive)
*einhverjum öðrum djúsí bössum.
Sendu mðer bara hugapóst ef þú hefur áhuga.
Bætt við 28. desember 2007 - 21:08
Það hafa komið einhver leiðindi með pickuppana og ég er að fara að láta laga þá á morgun, einnig fer bassinn í almennilegt set upp og lagað það sem þarf að laga og einnig læt ég meta virði bassans.
Enn ef þið hafið áhuga talið þá við mig.
Svo gleymdi ég að setja inn e-mailið mitt sem er
birgir999@hotmail.com