Sko.. þessir gítarar eru búnir til úr masoníti minnir mig sem er að ég held efnið sem ódýrar eldhúsinnréttingar voru búnar til úr á árum áður, það er möguleiki að pickupparnir í þeim breytist eitthvað með aldrinum en gamlir svona gítarar hafa ekki verið að fara fyrir neinn svaka pening á ebay eða í erlendum hljóðfæraverslunum.
Ég var næstum því búinn að kaupa gamlann svona gítar fyrir 50.000 kall fyrir svona 12 árum síðan af gítarsmið, það fylgdi þeim gítar taska með innbyggðum lampamagnara en ég hætti við á síðustu stundu því mér bara fannst þetta ekki það góður gítar.
Það var víst ekki Tónabúðin sem flutti þessa gítara inn heldur hljóðfæraverslun sem var í sama húsnæði og Tónabúðin er í núna, ég man ekki hvað hún hét lengur.
Þessir gítarar voru fjöldaframleiddir á sínum tíma og seldir í svona útlenskum Bónusverslunum fyrir skít og ekki neitt og hefðu sjálfsagt alveg horfið í gleymsku ef ekki væri fyrir það að Jimmy Page notaði svona gítar stundum, eins voru danelectro bassarnir notaðir af amerískum sessjónmönnum vegna þess að þeir voru með svolítið sérstakann hljóm, oft voru bassalínur tvöfaldaðar í stúdíóum og þá var danelectro bassinn notaður til að fá soldið “snap” í bassalínurnar.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.