Það er eitt sem mér finnst frekar mikilvægt að sé á delay pedala og það er möguleikinn að “tappa” inn delaytímann þannig að ekkóin séu í tíma við lagið sem er verið að spila, maður vill td helst ekki eyða tíma á hnjánum að snúa einhverjum tökkum á sviði..
Ég hef notað Behringer V-amp2 í upptökur og á sviði einmitt út af þessum möguleika, þetta er ódýrt apparat úr plasti en það er hægt að ná furðu góðu sándi úr því ef maður gefur sér tíma til að læra að nota það.
Marshall delay pedalinn (hann heitir Regenerator minnir mig) er virkilega ágætur, hann kostar skít og ekki neitt í bretlandi ef þú þekkir einhvern sem er á leiðinni þangað (39 pund minnir mig) þeir fást líka í Rín en kosta eitthvað meira þar.
Line6 delay pedalinn kvu vera ágætur líka, hann hefur alveg heilann helling af möguleikum og kostar í kring um 10.000 kall í Tónastöðinni.
Line6 framleiða líka stærri delaypedala með 4 minnishólfum sem hvert um sig er triggerað með því að stíga á rofa, það er reyndar mun dýrara tæki (30 og eitthvað þúsund minnir mig) og sennilega væri minni útgáfan alveg nóg fyrir flesta.
Ég myndi líka tékka á delayinu frá Electro Harmonix (Tónastöðin) Electro Harmonix búa til alveg rosalega vel hljómandi pedala sem flestir hverjir eru ofboðslega sterkbyggðir, það er einhver alveg sérstakur sjarmi yfir Electro Harmonix pedölum, sumir vilja ekki nota neitt annað þegar þeir eru komnir á bragðið.
Bætt við 23. desember 2007 - 02:08
Ég gleymdi að minnast á eitt, langsamlega langbesta delayið er Moog delayið, kostar tæp 60 þúsund keypt í gegn um Tónastöðina en maður þarf að vera alvöru nötter til að eyða svo miklum peningum í einhvern pedala sko!
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.