Peavey 5150 haus til sölu
Ég er að spá í því að losa mig við Peavey 5150 haus sem ég hef í fórum mínum. Hann er í toppástandi að innan sem að utan. Nokkrar rispur og sjit en það er bara rómó.

Hann er 120w og djöfuli hávær, ef maður fer með hann eitthvað yfir 4 er maður kominn í einhverjar sturlun. Þeir sem þekkja þessa magnara vita hvaða gudsjit þetta er. Killer í allt þungarokk.

Þessir eru ekki framleiddir lengur undir þessu nafni en eru núna gerðir undir nafninu 6505. Þeir fást nýir í Tónabúðinni á 135þús en ég set 90þús kr. á þennnan.

Nánari upplýsingar hér:
http://www.peavey.com/products/browse.cfm/action/detail/item/116180/6505(R)%20Head.cfm

Hann er nákvæmlega eins og þessi, bara með öðru nafni. Og er fokking Eddie Van Halen signature dúd.

Einn plús við þennan magnara er að það þarf ekkert að stilla bias og þannig vesen þegar nýir lampar eru settir í. Það er mjög auðvelt að komast að þeim og þú bara kippir gömlu úr og setur nýja í, búið mál. Plug&Play shii.

Hann kemur með peavey footswitch sem og heavy duty spennubreyti (er 110V)

Áhugasamir hafi samband í:
bjorgvin hjá geimsteinn.is eða
8662301