Jú, ég lagði Stratinn upp í Rín í umboðssölu en hugsa að ég taki hann úr sölu, ætlaði að selja hann til að fjármagna kaup á Gibson Flying V en er búinn að finna Gibson Les Paul sem er án nokkurs vafa besta hljóðfæri sem ég hef nokkurntímann prófað og er að selja Jazzmasterinn til að fjármagna Les Paulinn.
Ég er búinn að finna kaupanda að Jazzmasternum en ákvað að gefa einhverjum öðrum séns á að eignast hann, þessi Jazzmaster er semsagt frá 1963 og er orgínall fyrir utan að það er búið að mála hann (virkilega vel) upp á nýtt.
Nýr amerískur Jazzmaster kostar í kringum 175000 kall í Hljóðfærahúsinu, þessi er 44 ára gamall og að mínu mati eru nýju fenderarnir enganveginn í sama gæðaflokki og þessi, ég hélt að þetta yrði gítarinn sem færi með mér í gröfina en fyrir slysni datt ég niður á Les Paul sem á betur við mig.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.