Hæ, Ég er að leita mér að upptökugræju sem er með a.m.k 12 rása inntak. 16rásir væri best. Hugmyndin er að taka upp hljómsveit. (8-10míkrafónar á trommusett og rest á hljóðfæri)
Sæll, Eitthvað sem ég get tengt við tölvuna. Er að notast við Cubase SX. Geri mér grein fyrir að þetta gæti orðið einhver kostnaður en hann er þess virði ef það gerir mér kleift að taka upp hljómsveitina mína almennilega. (þ.e.a.s ná 8-10 rásir á trommusettið eitt og sér og ná bassa/gítar á eina rás. Layera síðan restina)
Mig minnir að það hafi eitt slíkt verið til sölu hérna um daginn … þú getur prófað að leita að því í ‘Til sölu / Óskast’ inná www.hugi.is/hljodvinnsla .
Ég veit voðalega lítið um það stuff … en þykir þér nauðsynlegt að geta tekið upp trommur og hljóðfæri á sama tíma? Því annars þyrftirðu ekki nema 8 rásir inn og það er Presonus Firepod (FP-10) einhversstaðar til sölu hérna, og ég get klárlega mælt með því.
Já, ókei, en þú getur t.d. tengt Firepodinn við Firebox og verið þannig með 12 rásir. Ég held reyndar að þetta echo audiofire sé ekki með neitt frábæra preampa, án þess að hafa neina reynslu af því.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..