Fyrsta lagi er ekki gott að herða of mikið á hnetunum á hausnum, skrúfa bara svona meðal-fast, það er alveg nóg.
Sko, floydið á alltaf að vera levelað við yfirborðið á gítarnum, þannig ef það hallast eitthvað þarftu að teygja/leysa á gormunum sem eru á bakinu á bodyinu, þarf oftast að skrúfa lokið frá.
Ef að floydið hallar upp þarftu að herða á skrúfunum, en ef það hallar niður þarftu að leysa um skrúfurnar.
Þegar þú ert búinn að því þarftu að stilla gítarinn aftur, þá hallast brúin oftast aftur upp eða niður, eftir því hvernig þú stillir gítarinn.
Þetta getur tekið smá fikt í fyrstu skiptin en það kemur, passa bara að herða/leysa skrúfurnar á bakinu á bodyinu ekki of mikið, því það er bara vesen ef þú skrúfar þær úr.