Sælir kæru hugarar. Ég bið ykkar um hjálp við að leysa allsvakalegt vandamál.
Á síðastliðnu ári hefur raddsviðið mitt minnkað meira með hverjum deginum sem líður (næ skammarlega lítið upp), ég er hættur að geta sungið Muse lög sem ég fór létt með hér í den!
Þetta finnst mér afskaplega leiðinlegt … vitið þið einhver ráð til þess að hækka raddsviðið?
Og lagast röddin manns (semsagt, býður upp á meiri tónhæð) aftur að loknum raddbreytingum á unglingsárum?
Vonandi fæ ég einhverja hjálp :) takktakk!