Mæli bara með því að skoða bassa í hljóðfærabúðum hér á landi og sjá hvað þú fílar. Það sem mér dettur í hug sem byrjendabassar eru(fer eftir því hvað þú vilt eyða) Fender t.d., eða bara Squier. Það held ég að séu fínir byrjendabassar. Ef þú ert ákveðinn að tileinka þér bassaleik mæli ég með því að kaupa þér ekkert ódýrt drasl.
Lestu eins og þú getur um þetta á netinu, getur líka spurt í búðum. Þó persónulega spyr ég aldrei í hljóðfærahúsinu, mér finnst þeir allt svo biased og ekki alveg full fróðir um það sem þeir eru að selja. Finnst t.d. einn gaur í hljóðfærahúsinu sem er að vinna þarna allavega frá því nýja verslunin opnaði, alveg vonlaus. En það er bara mitt álit.