Er 18 ára gítareikari og auglýsi eftir bassaleikara til að stofna með mér metal band. verð kominn með aðstöðu innann tíðar (þegar búið að hljóðeinangra bílskúrinn, og þegar byrjað að tengja rafmagnið sem verður búið á næstu dögum).
í sambandi við tónlistina þá er ég kominn með hundleið á því að spila í böndum sem reyna að gera allt til þess að líkja eftir amerísku metalböndum eins og cannibal corpse, metallica, bongzilla, dragonforce (reyndar breskir, en so what) og því… auk þess er ég líka orðinn þreyttur á böndum þar sem einn meðlimana vill alltaf ráða, vill stofna hljómsveit stendur saman í því að skapa frumlega og góða tónlist.
Ég hef enga sérstaka stefnu í huga en hef verið að leika mér að semja funky metal riff með áhrifum frá örðum tónlistar stefnum eins og jazz, klassík, óperutónlist, blues, flamingo og teiknimyndatónlist í blandi við kröftug thrash riff með taktbeytingum, bassasólóum og allskonar gítarunki.
sjálfur hef ég þónokkra reynslu af spileríi, hef lært á klassískann gítar í 6 ár (læri enn) og hef spilað á rafmagnsgítar í svipað langann tíma. nokkuð vel af mér í tónfræði og hef spilað allt frá klassík uppí death metal.