Í guðanna bænum hættið að vera svona fáfróðir að segja að eitt sé betra en annað! Að segja að Bubinga sér best af því að það er dýrast er nú bara fáránlegt. Þetta er vissulega dýr viður og kemur með flott sound, en ef ég fíla hlyn betur, hef ég þá rangt fyrir mér?
Ef þú vilt hlýja mið-tóna, skoðaðu hlyn. Ef þú villt meira punch og meiri fókus á lág- og hátíðni, kíktu þá á birki. Ef þú villt djúpt, fullt sound, þá er Mahogany eða Bubinga fyrir þig.
Getur einnig athugað með eik, hún fellur svona nokkurn veginn inn á milli hlyns og birkis.
En þetta eru allt bara upplýsingar á blaði, ef þú hefur góð skinn og kunnáttuna til að stilla trommur geturðu fengið birkisett til að sounda eins og bubinga.
Bætt við 3. desember 2007 - 22:23
Einnig ber að taka fram að til eru misgóðar gerðir af þessum viðum. Hlynurinn sem er notaður í Sonor Force 3007 er ekki eins og í Delite, eða kannski Pearl Masters, viðurinn í dýrari hlyns(maple)settum er þroskaðri og lengur að vaxa.
Sama er að segja með birkið í Sonor Force 2007, ekki það sama og þú getur fengið í SQ2 eða Pearl Masters og að lokum mahogany, í Pearl Masters, Reference og Masterworks er notaður fullþroskaður afrískur mahónýviður sem hefur fengið langan tíma til að vaxa í friði. En Pearl Rhythm Traveler settin eru úr óþroskaðri mahónývið frá Filipseyjum.
Já ég hef kynnt mér trommur vel í gegnum tíðina.