Það er held ég bara hægt að smygla honum inn…
Ég get samt gefið þér ráð hvað þú skalt ekki gera:
-Þú skalt alls ekki reyna að múta tollvörðunum því þá færðu örugglega sekt fyrir að reyna að múta ríkisstarfsmanni. Það er örugglega ódýrara að borga tollinn heldur en sekt, lögfræðiaðstoð og tekjumissi í nokkra mánuði.
-Þú skalt ALLS ekki reyna að fá hann sendan í bútum og reyna að setja hann saman aftur. Ég er ekki að efast um hæfileika þína, eða vina þinna sem hafa klárað grunndeild rafiðnar, en ég tel að þið getið ekki rifið hann í litla búta og púslað honum saman þannig að hann spili tónlist, kveiki öll ljósin, snertiskjárinn virkar, hann hleður sig, getur tekið við hleðslu, virki þráðlausa netkortið, hægt að horfa á Youtube, fara á internetið, sé glansandi og fallegur og flottasti ipod sem til er í öllum heiminum sem allir dást af og finnst vera flottur… En þú getur auðvitað reynt, ekki er ég að stoppa þig.
-Þú skalt ekki undir neinum kringumstæðum, fara í námskeið í fallhlífastökki, eyða í það nokkruð hundruð þúsundum og vera nógu góður til að stökkva út úr flugvél í hundruðum feta hæð, verið í sambandi við mann sem er í flugvél að koma frá Bandaríkjunum sem er búinn að pakka iPodinum þínum í plast og þegar þú stekkur úr flugvélinni, þá flýgur flugvélin yfir þig, sleppir iPodinum og þú nærð að hægja á þér, grípa iPodinn, grípa í spottann og lenda heilu á húfi á jörðinni. Það væri endalaust kúl ef þú gerðir það, en aðeins of mikið flipp.
Ég vona að þú farir eftir ráðum mínum.
kveðja
MisterBong