Ég er að pæla er hentugt að kaupa sér trommurack í stað statíva? er mikill kostnaður í því og ef einhver á getur hann mælt með sínum rack? eða veit um góðann og hagstæðann rack?
Fer eftir því hvort þú ert mikið að spila live. Ef þú spilar ekki amk. mánaðarlega opinberlega þá ræð ég þér frá því þar sem að rack getur oft komið í veg fyrir að þú getir stillt settinu upp nákvæmlega eins og þú vilt hafa það. En hann flýtir hinsvegar afar mikið fyrir uppsetningu á settinu þínu.
Hjá mér kemur hann t.d. oft í veg fyrir að ég geti haft tom toms eins neðarlega og ég vil án þess að þær séu að nuddast utan í annað hvort rackinn eða aðrar trommur.
ok skil þig. en hvernig mælir þú með að festa tommana? ég er bara með einn tom(fyrir utan floor) og hef hana á snerilstandi. hvernig festir þú þær annars?
tja, flestir fá sér nú rack ef þeir eru með mikið af stadífum, eitt stadíf á fæti getur alveg tekið mjög mikið pláss, ég var allavega í bölvuðum vandræðum með að troða stadífunum á sinn stað því þau voru svo nálægt hvort öðru. Það vandamál er núna næstum úr sögunni, og já ég segi næstum af því að ég á eftir að kaupa fleiri klemmur og hliðar á rackinn minn :)
Ég skil hvað þú átt við en ég myndi frekar vilja hafa 3 statíf og festa á þau bómur. Þá verður allt miklu meðfærilegra (plús það að settið verður ekki jafn asnalegt og með rack).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..