sammála, ég fór á byrjendanámskeið hjá gulla briem og jóhanni hjörleifs og get óhikandi sagt að ég væri ekki hálfnaður með það sem ég er búinn að læra í dag ef ég hefði ekki farið, virkilega skemmtilegt og gagnlegt námskeið.
en varðandi byrjendasett mæli ég líka hiklaust með ludwig accent. besta byrjendasett sem ég hef snert, fer með eitt slíkt á svið enn í dag án minnstu skammar. djúpt og flott sound. snerillinn er helsti ókosturinn en það er frekar sjaldgæft að fá virkilega góðan sneril með byrjendasetti.