Spurt er; Nennir einhver að hýsa eina litla og sæta metalhljómsveit? Já, auðvitað erum við til í að borga, á meðan verðið meikar sens.
Skilyrði: Við þurfum ekkert svakalega stórt húsnæði, erum bara fjórir guttar, bara þetta venjulega, 2 gítarar, trommuleikari og bassaleikari. Húsnæðið verður að vera á höfuðborgarsvæðinu, ekki væri verra ef það væri í kringum Garðabæ, má samt vera hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. Við erum ekki til í að borga aleigu okkar í þak yfir síðhærðu hausana okkar nokkrum sinnum í viku svo að komið með góð verðtilboð. Okkur er alveg sama hvort við verðum einir með húsnæði eða með annarri/öðrum hljómsveitum. Hinsvegar væri seinni kosturinn betri vegna þess að þá ætti kostnaðurinn að haldast niðri.
Upplýsingar: Við erum hljómsveitin Odium. Við erum 4 strákar á 17 og 18 ára aldrinum. Ég bý í Garðabæ, gítarleikararnir búa á Álftanesi og bassaleikarinn býr í Breiðholtinu. Við erum allir með bílpróf, ekkert vesen að komast á milli staða. Við erum yfirleitt mjög hressir, spilum hágæða deathmetal og erum helst til í að geta æft u.þ.b. 4 sinnum í viku. Ekki væri verra ef það væri einhver “aðstaða” þarna til einhvers, til dæmis geymsla á matvælum, klósettaðstaða eða eitthvað í þá áttina
Við bíðum spenntir eftir svörum, Odium.