Sælir.
Ég er 23 ára strákur sem langar að komast í hljómsveit. Ég er búinn að spila á gítar síðan 2000 og syngja í circa 2 ár. Ég hef verið gítarleikari í 5 hljómsveitum og söngvari í einni. Mig langar helst til að komast í hljómsveit sem gítarleikari, en söngur kæmi líka til greina.
Helstu áhrifavaldar hjá mér er Elliott Smith, Poison the Well, Circa Survive, Deftones, All Shall Perish, Saosin, Alice in Chains, Botch, Darkest Hour, Jeff Buckley, Caliban, Vera, Myra, Eighteen Visions, The Dillinger Escape Plan, Still Not Fallen og margt fleira.
Ég hef áhuga á að spila allt frá rólegu rokki yfir í harðasta metal.
Og já, ég á ágætis græjur. ESP Horizon NT-II og EpiPhone G-310 og 100w Marshall Valvestate haus og 300w 1960A Marshall box.