Það er í raun ekki hægt að laga svona en það er hægt að notfæra sér það að þú hefur magnarann ennþá, þú gætir endurgert magnarann (og handvírað hann jafnvel nema að circut borðið sé enn í lagi þá geturu notað það aftur). Þá þyrftiru í raun að kaupa “allt” rafmagnsdót aftur í magnarann (gætir líklegast notað flesta takka og plögg og slíkt, og einnig hátalarana ef þetta er combo).
AFtur á móti þá borgar þetta sig líklegast ekki, ef þú lætur einhvert rafmagnsverkstæði kíkja á þetta þá myndi þetta auðveldlega fara uppí vel góðann 50-70 þúsund að laga þetta (þar sem það er oftast rukkað svona 7.000 kr á tímann á slíkum verkstæðum og svo myndi rafmagnsverkstæðið kaupa hlutina) en ef þú myndir gera þetta sjálfur gæti þetta orðið eitthvað ódýrara og í þessu verði sem ég gef upp þarna hjá rafmagnsverkstæðinu er ég að miða við að eitthvað að dýrustu pörtum magnarans séu enn í lagi.
En já ég held að þetta myndi ekki borga sig fyrir þig, því miður.
Aftur á móti skaltu ekki henda magnaranum, það eru líklegast einhverjir hér sem gætu viljað kaupa hann af þér á slikk þannig þú getur prufað að auglýsa hér fyrst.(þar sem enn gæti verið eitthvða nothæft í honum og þá geta menn smíðað t.d. maganara sem þeir setja í þetta.) :)