Það kom svo ansi ágæt umfjöllun um Sleipni frá Páli Kjartanssyni Ljósmyndara á Iceland Review, að ég ákvað að pósta henni líka hérna.
————————
Sleipnir / Sunburst týpa:
Efni: Gegnheill viður með samlímdum maple top, Stratocaster snið, með hvítum innfellingum á kanti.
Háls er maple með rósaðvið i fingraborði.
Þyngdardreifing er góð -plata/háls.
Bönd: 22 medium jumbo
Breidd við hnetu er 42 mm og skali er 648 mm. 25.5“
Áferð: 3. laga sunburst litun með glærri yfirlökkun. Pickguard er einnig 3 laga (hvítur).
Stillibúnaður: Strekkjarar eru 14:1, brúin er Twin Pivot Tremolo. Allt krómað
Pickup: 3 stk. single coil.
Styrkstillar:1
Tónstillar: 2
Skiptirofi er 5 stöðu.
Smíðin: Lökkun og slípun á plötu er með miklum ágætum, sama á við um hálsinn en þar er bakhlutinn létt-lakkaður með möttu lakki en fingraborð ólakkað.
Samsetning háls við plötu er þétt og mjög stöðug.
Handslípuð bönd í hálsi, á mínu eintaki er mjög góð vinna á þeim hlutum.
Gítarinn hefur ágætt sustain út í gegn og fínt ”defenition".
Strengjahæð er lág og hálsinn þægilegur að spila á.
Pikkuppar og rafkerfi kemur þægilega á óvart. Prófaði græjuna við þrjá mismunandi magnara, 2 lampa og einn solid state.
Það var sama hvaða magnari var notaður að humm&noise var nánast í núlli. Þetta er held í í fyrsta skipti sem ég upplifi það að single coil pikkuppar séu lausir við þetta. Hljómurinn í græjunni er snilld, hvort sem tengt er í lampa eða transistor magnara. Þéttur, dimmur ,bjartur eða hvað -þetta er allt saman þarna.
Áberandi hvað karakterinn breytist við skiptingu milli pikkuppa. Breytingin var meiri en maður á að venjast frá þessum sc pu. Karakterinn var svo ólíkur, sem er einmitt hið besta mál í þessu.
Semsagt frábær hljómur í öllum þremur mögnurunum.
O.k hvað svo? Hvar er Sleipnir miðað við allt annað sem er á markaðnum? Í mínum huga er þetta þannig: Stratocaster er eins og hann er og Sleipnir eins og hann er. Hvor hefur sinn karakter, ég valdi Sleipni. Ekki þarf að bera saman við Squier eða sambærilegt því þetta er svo langt fyrir ofan það í gæðum.
——————————-