sælir
þú varst ekkert búinn að svara með jaguar skiptin eða sástu kannski ekki spekkana sem ég sendi á hinn linkinn??
ég læt spekkana bara flakka aftur hér:
Þetta er japanskur fender jaguar árg 97/98 (body: dec97 og háls:feb98)
pikkuppar: seymour duncan antiquity í bridge og háls. hljóma æðislega enda kosta þeir sitt.
pickguard: tortoise
háls: ´70s headstock, rosewood fingraborð, “mother of pearl” dot inlay, ég eyddi góðum tíma í að rétta hálsinn að mínum þörfum, stilla hann innbyrðis og actionið er mjög þægilegt. Þetta er greinilega eitthvað reissue þar sem tunerarnir eru svona vintage looking.
Það er þekkt dæmi með þessa jaguar og jazzmaster gítara að bridge-ið var oft með stæla, skröltandi og það að strengirnir áttu það til að skreppa til ef spilað var fast á þá. En ég er búinn að modda (ekki sjáanlega) stólinn þannig að það vandamál er úr sögunni.
hann er vel með farinn en ber samt allveg merki um það sé búið að spila á hann. Það eru nokkrar minor rispur hér og þar, ein sprunga í lakkinu þar sem body og háls mætast og svo er merki um minor högg á stærð við gat í norskri krónu:) á einni hliðinni.
Sem sagt gítarinn kominn með smá mojo:) en maður þarf að leita að þessum göllum.
það er ekkert vesen með neitt í þessum gítar, hann er allger dúlla og eina ástæðan fyrir að ég vill skipta honum út er sú að ég á annan offset contour body gítar (jazzmaster) og nota hann bara miklu meira.
þú getur addað mér á gunni_waage@hotmail.com ef þú vilt sjá myndir.
kveðja gunni
——
Bætt við 6. nóvember 2007 - 19:22
gæti þess vegna borgað e-ð á milli ef það er málið
kv gunni
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~