maður kemst alveg af með einum putta.. en maður nær aldrei jafn miklum hraða of eg að maður notar alla puttana… (prufaðu að spila C-dúr með einum putta, og C-dúr með 4 puttum…)
Hér er C-dúr
G|-----------2-4-5-|
D|-----2-3-5-------|
A|-3-5-------------|
E|-----------------|
---2-4-1-2-4-2-3-4-
Þetta er TAB, ef þú kannt ekki að lesa tab, þá mæli ég með því að læra það, hver lína táknar samsvarandi streng (E,A,D,G) e-strengurinn er dýptsti-þykkasti strengurinn. Tölurnar tákna á hvaða bandi þú “frettar” nótuna.. t.d. fyrsta nótan er 3. band á A-streng.. þá teluru upp hálsinn.. Ef að þú ýtir ekki á neitt band kallast það “opinn” strengur. Þegar talað er um band er oftast átt við bilið á milli járnanna, þó að járnin sjálf séu böndin, en þá “frettar” maður nótuna á milli banda. sbr. fyrsta band er á milli “hnetunnar” (sem að er plastið sem að heldur strengjunum efst á hálsinum) og fyrsta járnsins.
Línan neðst var til að segja hvaða putta á vinstri hend (ef að þú ert rétthentur ) þú notar. þar sem fyrsti puttinn er vísifingur, annar langatöng, þriðji baugfingur og sjá fjórði litliputti.
Ég mæli sterklega með að læra þennan C-dúr.
Svo þegar þú ert kominn með fingrasetninguna á hreint, getur þú fært þetta á öllum hálsinum, og er þá kominn með t.d. D-dúr eða E-dúr, eftir því á hvaða nótu þú byrjar.
Á hægri hendi nota ég oftast 2 putta.