núna þarf ég að fara að endurnýja lampana í peavey-inum hjá mér, er einhver möguleiki á að finna lampa í þetta á hérna heima á klakanum eða þarf ég að panta þetta að utan ?
Það væri mjög þægilegt að finna þetta hérna heima..
Nei veit ekki nákvæmlega þessir Philips lampar sounda en aftur á móti eru þeir líklegast bara týpísku 12AT7 / ECC81 lampar (þeir kallast ECC81 hér í evrópu).
Einu lamparnir sem ég nota eru JJ og Telefunkel, hef svo sem ekkert mjög mikla reynslu af öðrum merkjum en þeim tveim og svo Svetlana og EHX.
Áttu svona Philips lampa ? Gæti vel verið að ef þeir eru NOS þá gætu þeir verið ágætis söluvara. ;)
Í hvaða/hvernig græju eru þeir og eru þeir notaðir ?
Bætt við 30. október 2007 - 15:47 BTW þessir lampar eru svona 1950 eitthvað myndi ég halda miða við mínar heimildir, ef þeir eru ónotaðir þá eru þeir NOS og þá seljast þeir líklegast á svona um 8-12 þús stykkið (þótt þeir gætu verið hærri ef þeir eru gold-pin og gætu verið lægri ef þeir eru ekkert svo góðir).
12AT7 eru soldið öðruvísi. Stundum verið notaðir í A1 til að minka drive og fá meira headroom…..
Allavega gefa minna drive. man eftir einhverjum gömlum fender með einn svona. Fékk einusinni afgreidda vitlausa lampa at í stað ax en fattaði það áður en þeir fóru í.
Voru þeir ekki notaðir bæði í hljómborðsmagnara og söngkerfi?
Eins og Gíslinn nefnir þá er Miðbæjarradíó með lampa fyrir þig hérna heima en það marg borgar sig að panta að utan, getur hæglega sparað um 50% með því.
www.eurotubes.com (nokkrir hér á huga hafa verslað við þá og mæla með honum, hægt að láta þá pússla gott setup fyrir þig)
www.tubedepot.com (hef sjálfur verslað 2svar við þá með góðum árangri)
www.thetubestore.com (hef ekki verslað við þá sjálfur)
Síðan hef ég líka pantað lampa í gegnum ebay með góðum árangri.
Ég myndi nota www.eurotubes.com eins og ég hef gert hingað til (og geri líklegast bara í framtíðinni). Ég myndi passa mig á miðbæjarradíógæjanum… þetta virkar sem ágætiskall en þessi Philips-lampar sem hann er að selja eru hi-fi lampar og henta ekki eins vel í gítarmagnara… Bob hjá Eurotubes græjar sett fyrir þig sem verður komið til þín á c.a. viku. Seinasta sending frá honum tók 5 daga að koma til mín. Athugaðu samt að það er bæði vsk og tollur af lömpunum ef þú lætur senda þér að utan.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..