Sko, til að þurrka húðflögurnar af strengjunum og hálsinum er sniðugt að taka svona eins og tvö blöð af klósett pappír, brjóta þau saman, vefja kringum stengina einn í einu og renna upp. Í sambandi við rykið á ‘'scratchplate-inu’' milli pickuppanna þá er það bara blaut/rök tuska. Svo eitt, ef þér snýst hugur um að kaupa einhver efni þá fást gítar bón í hljóðfærahúsinu síðast þegar ég vissi á svona 600kr.
Mitt hefur enst í um ár, spreyar bara í tusku og svo vipe. Ég er að segja þér það, gítarinn verður svo shiny að þú tímir varla að snerta hann.