Þú ert væntalega að tala um AC30CC og AC15CC ?
Ég ætla að segja þér leyndarmál um Ac15CC (þessa kínversku), þeir eru ekki með lampa í afriðlu eins og AC30CC (transistor afriðill í AC15CC), aftur á móti ef þú leitar að AC15TB eða AC5TBR þá ertu kominn með græju sem soundar alveg töluvert betur en AC15CC (AC15TB og AC15TBR eru með lampa í afriðli) aftur á móti þá myndiru líklegast ekki fá neitt á milli ef þú myndir skipta á AC30CC og AC15TB þar sem AC15TB er að fara á svona 80-140 þús (fer eftir ástandi) nema þeir séu eitthvað eldri en 1990.
Annars gætiru líka beðið eftir AC15 handvíraða gaurnum sem er að fara að koma, hann mun lenda í tónabúðinni í desember líklegast og hann mun vera alveg bilaðslega töff (sá handvíraði, ólíkt flestum nýjum voxum, er framleiddur í bretlandi) en hann mun kosta eitthvað í kringum 180-220 þús hér á landi.
Ástæðan fyrir því að ég er að segja þér þetta er sú að þú myndir að öllum líkindum vera sáttari ef þú færir í Tónastöðinna og keyptir þér THD hotplate (sem gefa þér kost á að hækka magnarann í botn, fá mjög gott overdrive úr lömpunum án þess að vera með biluð læti) heldur en að skipta í AC15CC. :)
Og það er ekki það mikill munur á “hávaða” í AC15CC og AC30CC en aftur á móti er mikil munur á soundinu, ef þú vilt fá alminnilegt lampa overdrive úr AC15CC þá þarftu að hækka í honum og þá er hann orðinn alltof hár fyrir heimaæfingar.
THD hotplate eru snildar græjur, mæli með að þú kíkir allavega á þær áður en þú ferð útí skipti. ;)