Er hérna með awesome bassa til sölu. Hann er ekkert bleikur heldur fjólublár.
Tegundin er peavy b-quad 5.
Sendi inn mynd af honum um daginn, ásamt einhverjum upplýsingum.
http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=5173346
Yndislega fjölhæfur og skemmtilegur bassi, með frábæru og hröðu actioni og möguleika á svakalegu punch-i í soundinu.
Athugið að hálsinn er ekki úr tré heldur grafíti (kolefniskristall), og er þessvegna nokkurnvegin ónæmur fyrir hitabreytingum (nema náttúrulega við séum að tala um nokkur þúsund gráður celcius)
Stærri mynd hérna:
http://farm3.static.flickr.com/2133/1527044034_e5e5b10e51_o.jpg
Böndin eru merkt með punktum sem eru ofaná hálsinum, en á 12. bandi er “B”
Ólin fylgir með, ásamt strap lock, hard case, geðveikri gig tösku og einhverjum zoom multi effect sem ég hef lítið sem ekkert notað.
Þessi bassi hefur stigið á svið með ‘heimsfrægum’ böndum eins og Withered og Gone Postal, og tekið þátt í æfingum hjá hljómsveit sem var fósturvísir að Diabolus á sínum tíma.
Vona að hann geti nýst einhverjum, þar sem ég er svotil hættur að nota hann.
Kalla það 75 þús með nýjum strengjum og batterýum?